Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Hamrar 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs



Yüklə 82,15 Kb.
tarix09.11.2017
ölçüsü82,15 Kb.
#31237



Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Hamrar

2014 – 2015


Leiðarljós skóla og frístundasviðs:
Að börnum og ungmennum í borginni líði vel,

fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Efnisyfirlit




Efnisyfirlit 2

Leiðarljós leikskólans: Jákvæðni, samvinna og virðing. 4

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári. 4

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun 4

2.1 Innra mat leikskólans 4

2.2 Ytra mat 6

2.3 Matsáætlun 6

3. Áherslur í starfi leikskólans 7

3.1Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun) 7

3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs 9

4. Starfsmannamál 11

4.1. Starfsmannahópurinn 1. júní 2014 11

4.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning) 11

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) 11

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum 12

5. Aðrar upplýsingar 12

5.1 Barnahópurinn 1. júní 12

5.2 Foreldrasamvinna 12

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla 13

5.4 Almennar upplýsingar 13

5.5 Áætlanir aðgengilegar á heimasíðu leikskólans 13

6. Fylgiskjöl 14

6.1 Matsgögn 14

6.2 Leikskóladagatal 14

6.3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik 14

6.4 Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi / Forskólinn, Söguaðferðin 14

6.5 Umsögn foreldraráðs 14

6.6 Annað 14



Um starfsáætlanir leikskóla

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn foreldraráðs áður en skóla- og frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:


  • Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats.

  • Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum og áætlun um hvernig þau verða metin.

  • Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.

  • Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

  • Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna.

  • Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

  • Umsögn foreldraráðs.

  • Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.




Leiðarljós leikskólans: Jákvæðni, samvinna og virðing.



1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári.


(s.s. hvað einkenndi árið, starfsmannahald, helstu verkefni, viðburði o.þ.h.)

Leikskólinn Hamrar Hamravík 12, 112 Reykjavík er rekinn af Reykjavíkurborg og tilheyrir Skóla og frístundasviði. Leikskólinn tók til starfa 20.febrúar 2001. Það sem hefur einkennt starfið í Hömrum í vetur er vinna við nýja námskrá. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og vorum við í samstarfi við Engjaborg og Klettaborg, sem kom vinnunni mjög vel af stað. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt að vera með foreldrum á sameiginlegum fundi í Klettaborg í vor og fá þeirra áherslur á starfinu sem nýtist vel við námskrávinnuna. Okkur hefur gengið vel að taka þátt í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar og erum við búin með skref eitt og langt komin með skref tvö. Börnin eru mjög dugleg að minna okkur á hvernig á að flokka.



Mikil frjósemi hefur verið hjá starfsmönnum í Hömrum í vetur og ekkert lát þar á. Þetta hefur óhjákvæmilega haft áhrif á starfið í vetur en með jákvæðni og samvinnu hefur þetta gengið hjá okkur.



2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun




2.1 Innra mat leikskólans


  • Hvaða þættir leikskólastarfsins voru metnir?

Námssviðin, samskipti við foreldra, hvernig gengur að virkja börnin í endurmati og grænum skrefum og er fyrirkomulag við vinnu á nýrri námskrá að nýtast okkur.

  • Hvenær / hve oft (skipulag matsins)?

Á deildarfundum yfir veturinn og skipulagsdegi í maí.

  • Matsaðferðir leikskólans / matsgögn sem nýtt voru við matið. Öll matsgögn, s.s. heimagerð matsgögn fylgi sem fylgiskjöl:

Matsblöð sem útbúin eru í leikskólanum eru notuð í matið þar kemur fram hvað gekk vel, hvað má betur fara og tillögur að úrbótum.

  • Hverjir tóku þátt í matinu (starfsmenn, börn, foreldrar, aðrir)?

Allt starfsfólk leikskólans tekur þátt í matinu, hluti af börnunum og foreldraráð.

  • Helstu niðurstöður innra mats (styrkleikar og veikleikar).

Umbætur út frá niðurstöðum innra mats.
Vinna með námssviðin,
Læsi og samskipti:

Styrkleikar: Starfsfólk meðvitaðra að skipta börnunum í hópa á deildunum, meira spjallað við börnin á öllum deildum þegar verið er að lesa. Allt starfsfólk meðvitraða um að nota málörvunarverkefni t.d spil og bullrím.

Veikleikar: Þegar börnunum er ekki skipt í hópa á deildinni þá gengur vinnan ekki nógu vel. Þurfum að vinna meira í því að börnin standi upp og segi frá sjálfum sér.
Heilbrigði og vellíðan:

Styrkleikar: Elstu börnin nýttu vel íþróttasalinn í Víkurskóla. Útikennslan gekk vel í vetur á öllum deildum ,Þar sem börnin hreyfðu sig mikið við allskyns aðstæður t.d í móanum og fjörunni. Börnin draga um hvern þau leiða þegar farið er í ferðir, þau passa upp á hvert annað og stuðlar það að jákvæðum samskiptum.

Veikleikar: Að yngri börnin í leikskólanum fái ekki afnot af íþróttasalnum í Víkurskóla.Einnig mætti nýta betur íþróttadótið sem til er í miðjurými leikskólans.
Sjálfbærni og vísindi:

Styrkleikar: Námsefnið Numicon er mjög vel nýtt þannig að mikið er unnið með stærðfræði í leikskólanum á öllum deildum. Börnin eru mjög dugleg að flokka og fara með fernur og blöð í grenndargám sem er staðsettur nálægt leikskólanum. Það er alltaf búinn til leir í leikskólanum og eru börnin með í því og læra t.d. um mælieiningar og hráefni.

Veikleikar: Að börnin fái ekki að skola fernurnar áður en gengið er frá þeim og að starfsfólk verði duglegra að leyfa börnunum að vera með í allri flokkun.
Sköpun og menning:

Styrkleikar: Börnin kynnast fjölbreyttum efnivið í listinni þar sem þau fá að vinna út frá sínum áhuga. Börnin fá að koma með sínar hugmyndir, hvað þau vilja gera og hvaða efnivið þau vilja nota. Mikið er unnið með allskonar kubba t.d burstakubba, smellukubba, einingakubba,holukubba og plúskubba. Einnig er leirmikið notaður þar sem mikil sköpun á sér stað. Bókasafnsferðir eru liður í menningu leikskólans. Þessar ferðir ganga mjög vel þar sem allir læra vel góða umgengni við bækur, eikur áhuga á bókum og lestri. Börnin kynnast nærumhverfinu og einnig kynnast þau fjölbreyttum bókakosti.

Veikleikar: Að börnin séu ekki nógu mikið tekin með á val á efnivið hverju sinni.
Samskipti við foreldra: Ganga mjög vel á öllum deildum. Ávallt hefur mikil áhersla verið lögð á góða foreldrasamvinnu og teljum við að sú áhersla skili sér vel. Allt starfsfólk er meðvitað um að halda þessari vinnu í góðum farvegi.
Hvernig gengur að virkja börnin í endurmati og grænum skrefum:

Styrkleikar: Það styrkir starfið að hafa börnin með í endurmati því að það styrkir starfið sem við vinnum í samráði við þau. Endurmatið gengur mjög vel með elsta og næst elsta hópnum.

Veikleikar: Endurmat yngstu barna hefur ekki verið nógu markvisst í vetur.

Vinna við nýja námskrá: Hefur gengið mjög vel að mati starfsfólks. Starfsfólki var skipt í hópa í haust og hefur unnið saman í hópum alla skipulagsdagana. Vinnan hefur dýpkað skilning starfsmannahópsins á allri vinnu sem fer fram í leikskólanum. Hópurinn horfir jákvæðum augum á áframhaldandi vinnu.

2.2 Ytra mat


Var gert mat á leikskólastarfinu á vegum SFS, menntamálaráðuneytis eða annarra aðila á síðasta ári?

Starfsmannakönnun var á vegum SFS 2013. Markmið könnunarinnar er að skoða viðhorf og líðan starfsmanna.

Niðurstöðurnar voru mjög góðar fyrir leikskólann. Eina sem starfsfólki fannst, var að vinnuálag væri of mikið. Þetta höfum við rætt mikið í vetur og höfum komist að þeirri niðurstöðu að starfsfólk hafi verið orðið langþreytt eftir veturinn.

Áfram verður unnið með góðan starfsanda og samvinnu með fyrirlestrum sem þurfa þykir hverju sinni.




2.3 Matsáætlun



Í vetur verður lögð áhersla á að gera nýja skólanámsskrá. Eftirfarandi námssvið verða í endurmati að vori



Hvaða á að meta

Hvenær, hve oft

Hvaða matsaðferðir

Hverjir meta

Læsi og samskipti

Á skipulagsdögum, deildarstjórafundum og deildarfundum

Lagðar fram spurningar

Starfsfólk, börn og foreldrar

Heilbrigði og vellíðan

Á skipulagsdögum, deildarstjórafundum og deildarfundum

Lagðar fram spurningar

Starfsfólk, börn og foreldrar

Sjálfbærni og vísindi

Á skipulagsdögum, deildarstjórafundum og deildarfundum

Lagðar fram spurningar

Starfsfólk, börn og foreldrar

Sköpun og menning

Á skipulagsdögum, deildarstjórafundum og deildarfundum

Lagðar fram spurningar

Starfsfólk, börn og foreldrar





3. Áherslur í starfi leikskólans




    1. Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun)




  1. Markmið verkefnisins:

Könnunarleikur verður áfram á yngri deildum.

Leiðir að markmiði:

Að börnin noti hugmyndaflugið með óhefðbundnum leikföngum



Hver er ábyrgur:

Deildarstjórar og starfsfólk deildarinnar



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi á vorin. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn




  1. Markmið verkefnisins:

Einstaklingsáætlun fyrir hvert barn

Leiðir að markmiði:

Sama einstaklingsáætlun fylgir börnunum alla leikskólagönguna en deildarstjórar fylla inn í

hana og meta þroska barnanna með hliðsjón af deildarnámskrám. Foreldrar fá einstaklingsáætlunina senda fyrir foreldraviðtöl og geta með því undirbúið sig fyrir viðtölin.

Hver er ábyrgur?

Deildarstjórar



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið allan veturinn.




  1. Markmið verkefnis:

Að vinna með hljóðfæri, hlustun, takt og hreyfingu í tónlistinni

Leiðir að markmiði:

Unnið er með skipulagða tónlistarstund á deildum einu sinni í viku. Notuð eru ýmiskonar hljóðfæri, hlustum á tónverk og hreyfidansar.



Hver er ábyrgur?

Deildarstjórar og starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn



4. Markmið verkefnis:

Að flokka allt rusl.

Að ljúka skrefi tvö í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar

Leiðir að markmiði:

Börn og starfsfólk fara með fernur í grenndargáma. Flokka allt sem þarf að flokka.



Hver er ábyrgur?

Allt starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori.



5. Markmið verkefnisins:

Að hjálpa börnunum að sjá tengslin milli talna og forma með aðstoð Numicon kubba námsefnisins.



Leiðir að markmiði:

Notum Numicon formin til þess að þróa skilmerkilegar hugmyndir sem tengjast tölustöfum. Numicon formin eru hugsuð á þann hátt að börnin geti handleikið þau, fylgst með, veitt athygli og rannsakað mynstur þegar formin eru notuð



Hver er ábyrgur?

Allt starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn.



6. Markmið verkefnisins:

Að vinna markvisst með málörvun að eflingu hljóðkerfisvitundar með námsefninu Lubbi finnur málbein.



Leiðir að markmiði:

Lubbastundir eru í hverri viku þar sem farið er yfir málhljóðin og unnið með þau. Notað er landakort af Íslandi þar sem börnunum eru sýndir staðirnir sem Lubbi er á. Þetta skapar mikla umræðu meðal barnanna því staðirnir tengjast svo margir þeim og fjölskyldum þeirra.



Hver er ábyrgur?

Allt starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn.




7. Markmið verkefnisins:

Að endurmeta starfið með aðkomu barnanna



Leiðir að markmiði:

Börnin eru spurð reglulega yfir veturinn hvað þeim finnst skemmtilegast í leikskólanum. Ef endurmat barnanna kemur ekki vel út breytum við í samræmi við það sem þau sögðu.



Hver er ábyrgur?

Allt starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið allan veturinn bæði af börnum og starfsfólki.



8. Markmið verkefnisins:

Að efla enn frekar samvinnu leik og grunnskóla með því að nota Söguaðferðina með Kelduskóla Vík og undirbúa elstu börnin þannig fyrir næsta skólastig



Leiðir að markmiði:

Unnið er með einn söguramma fyrir áramót og annan eftir áramót þar sem lista og verkgreinakennarar fléttast inn í vinnu barnanna. Í þessari vinnu er reynt að skapa ævintýraheim sem hvetur börnin til að leita svara eða lausna í einhverjum vandamálum.



Hver er ábyrgur?

Deildarstjórar elstu barnanna og grunnskólakennari sem stýrir verkefninu fyrir hönd Kelduskóla.



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Hvor rammi fyrir sig er endurmetinn eftir að honum er lokið af deildarstjórum og kennara. Börnin endurmeta rammana með deildarstjórum.


3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs


Hvað verður innleitt eða lögð áhersla á samkvæmt starfsáætlun skóla- og frístundasviðs. Horft á framtíðarsýnina, starfsáætlun sviðsins og skorkort.


9. Markmið:

Lögð verður áhersla á Grænu skrefin í vetur og að efla vistvænan rekstur

Leiðir að markmiði:

Að virkja börnin með okkur í alla flokkun

Höldum áfram að vinna okkur að skrefi þrjú í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar

Að starfsmenn tileinki sér þessar aðgerðir og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið



Hver er ábyrgur?

Einn deildarstjóri er með yfirumsjón en allt starfsfólk er ábyrgt



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori



10. Markmið:

Vinna áfram að nýrri námskrá Hamra



Leiðir að markmiði:

Taka saman öll atriði sem hafa verið unnin og setja þau inn í námskránna



Hver er ábyrgur?

Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Námskráin er í stöðugu endurmati.



11. Markmið:

Vinna með menntun til sjálfbærni, en þá er unnið með gildi sem tengjast lýðræði og að efla virðingu og tilfinningu fyrir náttúrunni og umhverfinu með þátttöku og samvinnu.



Leiðir að markmiði:

Farið er reglulega í vettvangsferðir á öllum deildum og á sumrin er mikill áhersla á útinám.



Hver er ábyrgur?

Allt starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori


12. Markmið

Unnið með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar til jafnréttis, leikja og

hvíldar skiptir miklu máli og einnig réttur barna gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og

kynferðislegu ofbeldi.



Leiðir að markmiði:

Unnið með það sem er börnunum næst eins og nafnið þeirra, heimili og fjölskylda.

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar á öllum málum er varða þau og að tekið sé

réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Með þátttöku barna í ákvörðunartökum eflum við samskipti sem byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum.



Hver er ábyrgur?

Allt starfsfólk



Hvernig og hvenær verður markmið metið?

Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori.



4. Starfsmannamál




4.1. Starfsmannahópurinn 1. júní 2014




Starfsheiti

Fjöldi

Starfshlutfall

Menntun

Leikskólakennarar

6

6




Leikskólaliðar

4

4




Leikskólaleiðbeinandi A

1

1




Leikskólaleiðbeinandi B

2

1,6375




Þroskaþjálfi

1

1




Leiðbeinandi 1

2

2




Leiðbeinandi 2

3

2,375




Starfsmaður 2

4

4




Starfsmenn í eldhúsi

2

1,55






4.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning)


Í febrúar/marz tekur leikskólastjóri starfsmannasamtöl. Viðtölin eru boðuð með nokkurra daga fyrirvara og fara fram á skrifstofu leikskólastjóra. Viðtölin er ætluð til starfsþróunar, rætt er um líðan starfsmanns í starfi, fagstarf leikskólans og áætlun starfsmanns um námskeið sem hann telur að nýtist sér í starfi.

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.)


Í haust vorum við með sameiginlega skipulagsdaga með Engjaborg og Klettaborg þar sem farið var í vinnu með námskránna. Þessir dagar nýttust öllu starfsfólki mjög vel og erum við komin með góðan gagnabanka eftir þessa vinnu.

1 deildarstjóri hefur sótt leiðtogaskólann í vetur.

3 starfsmenn hafa verið á Assist námskeiði í vetur en leikskólastjóri var mentor á sama námskeiði .

Í maí kom Sólrún W. Kamban með fyrirlestur um barnaliðagigt og gigtarsjúkdóma. Allt starfsfólk sótti skyndihjálparnámskeið í haust.

Í nóvember kom Ragnheiður Stefánsdóttir mannauðsráðgjafi SFS á skipulagsdegi og fjallaði um starfsgleði og ánægju.

Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri fóru á ráðstefnu (NAEYC) til Washington í nóvember.

Í febrúar komu Kristín Sæmundsdóttir og Auður Jónsdóttir frá SFS. Fræddu þær okkur um samskipti milli okkar og barnanna og okkar og annarra starfsmanna. Þær töluðu einnig um lýðræðislegt val barnanna.

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum


Áfram verður unnið að námskrá leikskólans . Þar sem starfsmannahópurinn var ánægður með hvernig við höfum unnið í hópum í vetur á skipulagsdögum höldum við því áfram í vetur. Leitast verður eftir fræðslu sem viðkemur námssviðum sem við erum að vinna með.

Höldum áfram að vinna í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Klárum skref tvö og byrjum á skrefi þrjú.Að starfsfólk fari á námskeið til að nota spjaldtölvuna markvissara með börnunum.Ráðstefnur og málþing verða sótt. Ákveðið þegar framboð liggur fyrir.






5. Aðrar upplýsingar




5.1 Barnahópurinn 1. júní


  • Fjöldi barna í leikskólanum

Í leikskólanum Hömrum eru 107 börn

  • Kynjahlutfall

59 stúlkur og 48 drengir

  • Dvalarstundir

886,5

  • Fjöldi barna sem njóta sérkennslu

Tvö börn njóta sérkennslu

  • Fjöldi barna af erlendum uppruna

9 börn í leikskólanum eru af erlendum uppruna, þau koma frá þrem löndum

5.2 Foreldrasamvinna


  • Foreldraráð (fjöldi fulltrúa, hvenær er kosið, framkvæmd starfsins).

  • Foreldraráð skipa 3 foreldrar og leikskólastjóri. Hópurinn hittist þrisvar til fjórum sinnum á ári. Foreldraráð fær starfsáætlun til yfirlestrar auk annarra mála sem upp koma.

  • Foreldrafundir (dagsetningar, fyrirkomulag).

  • Foreldrafundir eru haldnir í september. Fundirnir eru haldnir að morgni og á hverri deild fyrir sig. Á fundinum er vetrarstarfið kynnt, starfsfólk deildarinnar og almennt spjall um leikskólastarfið.

  • Foreldraviðtöl (fyrirkomulag, tímabil).

  • Foreldrar nýrra barna koma í viðtöl á vorin áður en barnið byrjar í leikskólanum.

  • Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári í október og í marz. Deildarstjórar gera einstaklingsáætlun fyrir hvert barn sem er send heim til foreldra fyrir viðtölin.

  • Foreldrafélag. Allir foreldrar eru meðlimir í foreldrafélagi leikskólans. Í stjórn eru foreldrar frá flestum deildum. Valið er í stjórnina á haustin. Foreldrafélagið skipuleggur og fjármagnar ýmsar uppákomur í leikskólanum fyrir börnin í samstarfi við starfsfólk.



5.3 Samstarf leik- og grunnskóla


Áfram verður unnið í samstarfi við Kelduskóla-Vík með Söguaðferðina. Einnig fara börnin tvisvar sinnum í heimsókn og taka þátt í kennslustund með fyrsta bekk, borða nesti og fara í frímínútur. Nemendur í fyrsta bekk koma í heimsókn í leikskólann þrisvar sinnum yfir veturinn og taka þátt í starfinu.

  • Áætlun vetrarins.

  • Samstarfsverkefni ef einhver eru.

  • Nýjungar ef einhverjar eru.



5.4 Almennar upplýsingar


  • Skipulagsdagar (dagsetningar og upplýsingar um hvaða skipulagsdagar eru á sama tíma og starfsdagar starfsfólks og frídagar nemenda í grunnskólum).

- 19. september: Unnið í nýrri námskrá

- 17. október: Foreldraviðtöl undirbúin

- 12. nóvember: Sameiginlegur fyrir alla skóla í Grafarvogi

- 6. febrúar: Foreldraviðtöl undirbúin og unnið að nýrri námskrá

- 28. maí: Endurmat á leikskólastarfi vetrarins

- 29. maí: Stóri leikskóladagurinn,starfsfólk fer á fyrirlestra og sýningu

Allir dagarnir eru unnir í samstarfi við grunnskólann.

5.5 Áætlanir aðgengilegar á heimasíðu leikskólans




  • Viðbrögð við einelti

  • Röskun á starfi vegna óveðurs eða öskufalls

  • Viðbragðsáætlun Almannavarna

  • Áfallaáætlun Hamra

  • Forvarnarstefna Reykjavíkur

  • Forvarnaráætlun leikskóla í Grafarvogi

  • Starfsáætlun skóla og frístundasviðs

  • Mannréttindastefna Reykjavíkur






6. Fylgiskjöl




6.1 Matsgögn

6.2 Leikskóladagatal

6.3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik

6.4 Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi / Forskólinn, Söguaðferðin

6.5 Umsögn foreldraráðs

6.6 Annað





F. h. Leikskólans Hamra

Erna Jónsdóttir 30.júní 2014



Leikskólastjóri Dagsetning



Yüklə 82,15 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©muhaz.org 2025
rəhbərliyinə müraciət

gir | qeydiyyatdan keç
    Ana səhifə


yükləyin