Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun)
-
Markmið verkefnisins:
Könnunarleikur verður áfram á yngri deildum.
Leiðir að markmiði:
Að börnin noti hugmyndaflugið með óhefðbundnum leikföngum
Hver er ábyrgur:
Deildarstjórar og starfsfólk deildarinnar
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi á vorin. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn
-
Markmið verkefnisins:
Einstaklingsáætlun fyrir hvert barn
Leiðir að markmiði:
Sama einstaklingsáætlun fylgir börnunum alla leikskólagönguna en deildarstjórar fylla inn í
hana og meta þroska barnanna með hliðsjón af deildarnámskrám. Foreldrar fá einstaklingsáætlunina senda fyrir foreldraviðtöl og geta með því undirbúið sig fyrir viðtölin.
Hver er ábyrgur?
Deildarstjórar
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið allan veturinn.
-
Markmið verkefnis:
Að vinna með hljóðfæri, hlustun, takt og hreyfingu í tónlistinni
Leiðir að markmiði:
Unnið er með skipulagða tónlistarstund á deildum einu sinni í viku. Notuð eru ýmiskonar hljóðfæri, hlustum á tónverk og hreyfidansar.
Hver er ábyrgur?
Deildarstjórar og starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn
4. Markmið verkefnis:
Að flokka allt rusl.
Að ljúka skrefi tvö í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar
Leiðir að markmiði:
Börn og starfsfólk fara með fernur í grenndargáma. Flokka allt sem þarf að flokka.
Hver er ábyrgur?
Allt starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori.
5. Markmið verkefnisins:
Að hjálpa börnunum að sjá tengslin milli talna og forma með aðstoð Numicon kubba námsefnisins.
Leiðir að markmiði:
Notum Numicon formin til þess að þróa skilmerkilegar hugmyndir sem tengjast tölustöfum. Numicon formin eru hugsuð á þann hátt að börnin geti handleikið þau, fylgst með, veitt athygli og rannsakað mynstur þegar formin eru notuð
Hver er ábyrgur?
Allt starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn.
6. Markmið verkefnisins:
Að vinna markvisst með málörvun að eflingu hljóðkerfisvitundar með námsefninu Lubbi finnur málbein.
Leiðir að markmiði:
Lubbastundir eru í hverri viku þar sem farið er yfir málhljóðin og unnið með þau. Notað er landakort af Íslandi þar sem börnunum eru sýndir staðirnir sem Lubbi er á. Þetta skapar mikla umræðu meðal barnanna því staðirnir tengjast svo margir þeim og fjölskyldum þeirra.
Hver er ábyrgur?
Allt starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori. Börnin taka þátt í endurmati reglulega yfir veturinn.
7. Markmið verkefnisins:
Að endurmeta starfið með aðkomu barnanna
Leiðir að markmiði:
Börnin eru spurð reglulega yfir veturinn hvað þeim finnst skemmtilegast í leikskólanum. Ef endurmat barnanna kemur ekki vel út breytum við í samræmi við það sem þau sögðu.
Hver er ábyrgur?
Allt starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið allan veturinn bæði af börnum og starfsfólki.
8. Markmið verkefnisins:
Að efla enn frekar samvinnu leik og grunnskóla með því að nota Söguaðferðina með Kelduskóla Vík og undirbúa elstu börnin þannig fyrir næsta skólastig
Leiðir að markmiði:
Unnið er með einn söguramma fyrir áramót og annan eftir áramót þar sem lista og verkgreinakennarar fléttast inn í vinnu barnanna. Í þessari vinnu er reynt að skapa ævintýraheim sem hvetur börnin til að leita svara eða lausna í einhverjum vandamálum.
Hver er ábyrgur?
Deildarstjórar elstu barnanna og grunnskólakennari sem stýrir verkefninu fyrir hönd Kelduskóla.
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Hvor rammi fyrir sig er endurmetinn eftir að honum er lokið af deildarstjórum og kennara. Börnin endurmeta rammana með deildarstjórum.
3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs
Hvað verður innleitt eða lögð áhersla á samkvæmt starfsáætlun skóla- og frístundasviðs. Horft á framtíðarsýnina, starfsáætlun sviðsins og skorkort.
9. Markmið:
Lögð verður áhersla á Grænu skrefin í vetur og að efla vistvænan rekstur
Leiðir að markmiði:
Að virkja börnin með okkur í alla flokkun
Höldum áfram að vinna okkur að skrefi þrjú í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar
Að starfsmenn tileinki sér þessar aðgerðir og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið
Hver er ábyrgur?
Einn deildarstjóri er með yfirumsjón en allt starfsfólk er ábyrgt
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori
10. Markmið:
Vinna áfram að nýrri námskrá Hamra
Leiðir að markmiði:
Taka saman öll atriði sem hafa verið unnin og setja þau inn í námskránna
Hver er ábyrgur?
Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Námskráin er í stöðugu endurmati.
11. Markmið:
Vinna með menntun til sjálfbærni, en þá er unnið með gildi sem tengjast lýðræði og að efla virðingu og tilfinningu fyrir náttúrunni og umhverfinu með þátttöku og samvinnu.
Leiðir að markmiði:
Farið er reglulega í vettvangsferðir á öllum deildum og á sumrin er mikill áhersla á útinám.
Hver er ábyrgur?
Allt starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori
12. Markmið
Unnið með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar til jafnréttis, leikja og
hvíldar skiptir miklu máli og einnig réttur barna gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og
kynferðislegu ofbeldi.
Leiðir að markmiði:
Unnið með það sem er börnunum næst eins og nafnið þeirra, heimili og fjölskylda.
Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar á öllum málum er varða þau og að tekið sé
réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Með þátttöku barna í ákvörðunartökum eflum við samskipti sem byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum.
Hver er ábyrgur?
Allt starfsfólk
Hvernig og hvenær verður markmið metið?
Endurmetið af öllu starfsfólki á skipulagsdegi að vori.
|